
Námskeið fyrir börn og fullorðna.
Ný ukulelenámskeið hefjast 31.janúar 2023. Kennsla fyrir börn fer fram í hljóðfæraversluninni Sangitamiya á þriðjudögum (18.10 - 18.40). Kennsla eldri barna/unglinga og fullorðinna fer fram á Kaffi Kaktus sömu daga. Kennt er einu sinni í viku. Námskeiðið er 8 tímar.
Annargjald er 49.900kr.
Leiga á hljóðfæri í tímum er 5.000kr fyrir önnina.
SKRÁNING HÉR
Ukulele Reykjavík
Ukulele Reykjavík var stofnað af Haraldi R. Sverrissyni, með það fyrir sjónum að öll börn eigi að geta upplifað ánægjulega stund með vinum og vinkonum við hljóðfæraleik. Ekki er verið að "framleiða afreksfólk" en hæfileikaríkir einstaklingar fá sín þó notið til fulls. Bæði er kennd ákveðin tækni sem nauðsynleg er að ná tökum á en einnig læri nemendur að nota hljóðfærið sem verkfæri sem þau sjálf ráði yfir en ekki öfugt.
Haraldur R. Sverrisson er fæddur í Reykjadal í Suður Þingeyjarsýslu. Þar ólst hann upp og sleit barnskónum. Hann stundaði nám í kennslufræðum við Háskólann á Akureyri og útskrifaðist þaðan 2009. Sama ár útskrifaðist hann sem tónsmiður frá Listaháskóla Íslands. Haraldur hefur starfað sem grunnskólakennari ásamt því að kenna á ukulele, gítar, bassa og tónlistarforrit. Nemendur Haraldar eru á öllum aldri og spanna ansi vítt aldursbil. Haraldur er sérmenntaður sem kennari á yngsta stigi grunnskóla og hefur nýtt sér þekkingu sína á því aldurstigi við hljóðfærakennslu. Yngstu nemendur hafa verið tveggja ára gamlir en þeir elstu um sjötugt. Haraldur hefur sótt fjölda námskeiða í kennslufræðum í Noregi og kynnt sér nám grunnskólabarna í Bretlandi, Lettlandi, Noregi og Svíþjóð.



Allir velkomnir
Öll börn eru velkomin í tónlistarnám hver svo sem geta þeirra er. Ekki á að gera ráð fyrir að öll börn verði afreksfólk hvort sem er á sviði lista eða íþrótta. Öll börn eiga að geta notið tónlistarnáms án þvingana eða óraunhæfra krafa.

Gildi
Hver stund með hljóðfærinu á að vera gæðastund og laus við þvinganir.

Námið
Námið fer fram í hópum. Hver nálgun fer eftir samsetningu og aldri innan hópsins. Hver tími byrjar á upphitun og endar á að þakkað er fyrir tímann. Í tímunum eru helstu grip kennd, einföld lög æfð og "Bullulagið" samið. Nemendur eru hvattir til að syngja með þeim lögum sem æfð eru.
Hægt er að fá ukulele lánuð í tímum gegn vægu gjaldi.
Myndir








